Sátan er þriggja daga þungarokkshátíð haldin í Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Hátíðin leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval af fremstu þungarokkshljómsveitum Íslands hverju sinni ásamt vel völdum erlendum hljómsveitum.
Hópurinn á bak við Sátuna samanstendur af þungarokksunnendum og tónlistarfólki sem hafa verið virk í íslensku senunni í allt að 30 ár og hefur mikla reynslu af því að halda tónlistarhátíðir og tónleika ásamt almennu hljómsveitarbrölti.
Öll eru velkomin á Sátuna óháð uppruna, litarhafti, trúarskoðunum, kyni eða kynhneigð, og það er aðeins eitt markmið: að allir, starfsfólk, hljómsveitir og gestir, fari heim brosandi eftir frábæra hátíð!
Ofbeldi ógildir miðann!